Erlent

Skutu bankaræningja til bana

Lögreglan skaut manninn þegar hann kom út úr bankanum.
Lögreglan skaut manninn þegar hann kom út úr bankanum. MYND/AP

Bandarískur unglingur sem tók gísla þegar bankarán sem hann hugðist fremja fór út úm þúfur var skotinn til bana af sérsveit lögreglunnar í nótt. Lögreglan í Cary í Norður Karólínu segir að hvorki gíslar né lögreglumenn hafi slasast í aðgerðinni, sem sýnd var í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Drengurinn var 19 ára gamall og hafði tekið sjö manns í gíslingu.

Hann sleppti fjórum en kom síðan gangandi út úr bankanum og hélt skammbyssu sinni að höfði konu einnar. Leyniskyttur lögreglunnar skutu manninn samstundis til bana þegar þeir komust í færi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×