Innlent

Sól á Suðurlandi krefst svara frá Flóahreppi

Urriðafossvirkjun hefur tafist en deilt er um ástæður þess
Urriðafossvirkjun hefur tafist en deilt er um ástæður þess Mynd: Anton Brink
„Sól á Suðurlandi fer fram á skýr og nákvæm svör frá sveitarstjóra Flóahrepps um hvaða framkvæmdir hafa tafist vegna synjunar umhverfisráðherra á skipulagi. Heimamenn í Flóa sjá ekki annað en að áætlaðar framkvæmdir séu í fullum gangi. Hvað Urriðafossvirkjun sjálfa varðar hefur hún ekki tafist vegna skipulagsmála, heldur fjölmargra annarra atriða, eignarnáms, stjórnsýslukæru vegna vatnsveitu og ekki síst fjárskorts Landsvirkjunar sem enn hefur ekki getað tryggt fjármögnun Búðarhálsvirkunar, þar sem öll leyfi liggja fyrir og enginn ágreiningur er um. "

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sól á Suðurlandi hafa sent frá sér.

Dómur í anda áróðus

Samtökin telja að um Hæstaréttardóminn sé í gömlum anda áróðurs og yfirgangs sem virkjanasinnar og sveitarstjórnir við Þjórsá hafa alltaf beitt. Þar hefur stundum áður verið hallað réttu máli og svo virðist einnig vera nú. Sól á Suðurlandi mótmælir túlkun oddvita Flóahrepps og fréttastofu sjónvarpsins á tilganginum með dómsmálinu. Skilningur þeirra á málinu er efnislega sá að umhverfisráðhera hafi viljað verja tveimur milljónum í málaferli til þess að skýra lagabókstaf sem var úr gildi fallinn. Þetta eru fráleitar rangfærslur að mati Sólar á Suðurlandi. Ástæða synjunar skipulagsins voru efasemdir um hvort framkvæmdaaðili mætti kaupa sér skipulag, meðal annars með því að greiða fyrir hluti sem koma skipulagi ekki við, svo sem eins og vatnsveitu, gsm-samband og félagsheimili.



Heimamönnum misboðið


„Mörgum heimamanninum hefur misboðið framganga sveitarstjórna og Landsvirkjunar. Sól á Suðurlandi skilur ekki orðið mútur, ef greiðslur Landsvirkjunar til Flóahrepps, fyrir hluti óskylda skipulagi eru ekki mútur. Sólin tekur því undir með Merði Árnasyni, þingmanni sem ræddi þessar greiðslur í Silfri Egils í gær," segir í tilkynningunni.

Þá er bent á að umboðsmaður Alþingis efaðist um réttmæti greiðslna fyrir skipulag í Flóa. Ráðherrann var því ekki einn um að efast. Í Hæstaréttardómurinn er enginn áfellisdómur yfir stjórnsýslu umhverfisráðherra í málinu. Hitt er vont að Hæstiréttur tekur ekki á vafaatriðunum sem heimamönnum sárna mest, en dæmir sveitarstjórninni í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×