Fótbolti

Eyjólfur ráðinn aðstoðarþjálfari Wolfsburg

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson
Eyjólfur Sverrisson
Eyjólfur Sverrisson hefur samkvæmt heimildum Visis verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari þýska liðsins Wolfsburg. Eyjólfur er staddur í Þýskalandi þessa stundina þar sem hann er að ganga frá sínum málum við félagið en hann mun starfa hjá liðinu út leiktíðina.

Pierre Littbarski tók við þjálfun liðsins á dögunum eftir að Englendingum Steve McClaren var sagt upp störfum. Littbarski, sem á árum áður var einn þekktasti leikmaður Þýskalands, var aðstoðarmaður McClaren.

Littbarski hefur komið víða við sem þjálfari á undanförnum árum hann var m.a. þjálfari FC Vaduz í Liechtenstein þar sem að nokkrir íslenskir leikmenn léku undir hans stjórn - og má þar nefna Stefán Þórðarson, Guðmund Steinarsson og landsliðsmarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson.

Eyjólfur er þjálfari U21 árs landsliðs karla sem leikur til úrslita á Evrópumótinu í Danmörku í sumar. Hann mun halda því starfi áfram samhliða starfi sínu hjá Wolfsburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×