Innlent

Verkfalli loðnubræðslumanna aflýst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Loðna.
Loðna.
Sameiginleg samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags og Drífanda Stéttarfélag hefur í dag samþykkt að aflýsa boðuðu verkfalli í fiskimjölsverksmiðjum á félagssvæðinu.

Í fréttatilkynningu frá AFLI kemur fram að ástæða þess að verkfallinu er aflýst sé skortur á samstöðu milli verkalýðsfélaga á landinu en brætt er á vöktum í verksmiðjunni á Þórshöfn og Helguvík og enn ekki boðað til vinnustöðvunar þar.

Samningur AFLs og Drífanda við SA vegna fiskimjölsverksmiðja er enn opinn og munu samningaviðræður halda áfram í næstu viku undir stjórn ríkissáttasemjara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×