Innlent

Íslenskur talgervill í smíðum

Frá undirritun samningsins: 
Kristinn Halldór Einarsson formaður Blindrafélagsins, Þór Þórarinsson frá Velferðarráðuneytinu og Huld Magnúsdóttir forstjóri Þjónustu og þekkingarmiðstöðvar fyrir  blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga
Frá undirritun samningsins: Kristinn Halldór Einarsson formaður Blindrafélagsins, Þór Þórarinsson frá Velferðarráðuneytinu og Huld Magnúsdóttir forstjóri Þjónustu og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga
Blindrafélagið hefur tekið ákvörðun um að hafa forgöngu um smíði á nýjum íslenskum talgervli (Text To Speach Engine eða TTS) sem stenst samanburð við það besta sem þekkist í erlendum málum.

Meðal aðila sem koma að verkefninu eru Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga og Velferðarráðuneytið, sem fyrir hönd Framkvæmdasjóðs fatlaðra styrkir verkefnið um 15 milljónir króna. Þessi styrkur er veittur með því skilyrði að talgervilinn verði til afnota án endurgjalds fyrir Þjónustumiðstöðina, Blindrabókasafnið og alla þá sem eru skráðir notendur þessara stofnanna og þurfa á talgervli að halda. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 500 þúsnd evrur, eða um 80 milljónir íslenskra króna.

Sjá frekari lýsingu á talgervlaverkefninu með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×