Erlent

Telur byltingu væntanlega í Bandaríkjunum

Jazayeri telur mótmælahreyfingar í Arabaheiminum og Bandaríkjunum vera nátengdar.
Jazayeri telur mótmælahreyfingar í Arabaheiminum og Bandaríkjunum vera nátengdar.
Herforingi í Íran segir mótmælin gegn Wall Street í Bandaríkjunum eigi margt sameiginlegt með mótmælum síðustu mánaða í Arabaheiminum.

Masoud Jazayeri sagði að aðgerðir mótmælenda í Bandaríkjunum gegn græðgi og auðvaldi muni á endanum leiða til þess að vestrænn kapítalismi muni hrynja.

Hann sagði síðan að hugmyndir og vonir Bandaríkjaforseta hafi orðið að engu - að kosningarloforð hans um breytingu hafi verið falskt. Einnig telur Jazayeri að mótmælendahreyfingin muni umbreytast úr efnahagslegum samtökum yfir í þjóðfélagslega hreyfingu sem muni einblína á undirstöður ríkisvalds Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×