Þóra B. Helgadóttir landsliðsmarkvörður komst í hann krappann er hún stóð í marki liðs síns. LdB Malmö, gegn bandaríska liðinu Sky Blue FC í æfingamóti í Tyrklandi á dögunum. Þetta var æfingamót meistara.
Í stöðunni 1-0 fyrir Malmö, sem voru lokatölur leiksins, hleypur ansi ógnvekjandi hundur inn á völlinn og inn í teig til Þóru.
Þóra virðist ekki vera mikil hundamanneskja enda tekur hún þá skynsömu ákvörðun að færa sig frá hundinum. Henni stendur síðan ekki á sama er hundurinn hoppar á hana.
Allt fer þó vel að lokum en sjón er sögu ríkari. Sjá má myndbandið af þessu skondna atviki hér að ofan.
