Innlent

Skilur ótta leiksskólastjóra og segir engan þurfa að missa vinnuna

Leikskólastjórar gagnrýna fyrirhugaðar sameiningar leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi segir ótta leikskólastjóra skiljanlegan. Enginn þurfi þó að missa vinnuna.

Ótti er meðal leikskólakennara á höfuðborgarsvæðinu vegna fyrirhugaðar sameiningar leikskóla, sameiningar eru þó ekki nýar af nálinu, hér í fyrra voru þessir tveir leikskólar sameinaðir, mér á vinstri hönd Völvuborg og hér Fellaborg.

„Hér í Fella- og Völvuborg, sést að stutt er milli þessara leikskóla, eru á sömu lóðinni, deila sama bílastæði er bara eldað á einu staðnum í dag. Hægt er að sameinast um svo ótal margt, þó breytingum fylgi óvisa og kvíði eru tækifæri til að vera með góða leikskóla í Reykjavíkurborg," segir Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menntaráðs.

Stöð 2 ræddi við Önnu Margrét Ólafsdóttur, leikskólastjóra á Nóaborg um helgina. Hún kallaði fyrirhugað samráð með leikskólastjórum sýndarleik en boðað hefur verið til fundar með fagaðilum vegna málsins á fimmtudaginn. „Það er kreppa og erfitt ástand og fólk óttast um sitt," segir Oddný.

Aðspurð hvort hún geti slegið á kvíða starfsfólksins segir Oddný: „Þessi ótti er mjög skiljanlegur, við höfum haldið stjórnendum nálægt okkur og farið yfir gang mála og farið yfir gang mála í starfshópum. Þeirra ótti er mjög skiljanlegur. Við getum boðið öllum áfram starf. Það eru að koma óvenju stórir árgangar inn í leikskólann á næstu árum. Svo við getum haldið áfram að bjóða öllum starf hjá Reykjavíkurborg þó einhverjir verði ekki stjórnendur lengur."

Oddný segir engan þurfa að missa vinnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×