Erlent

Engar líkur að finna fólk á lífi í rústunum

Skjáltinn lagði borgina í rúst.
Skjáltinn lagði borgina í rúst.
Engar líkur eru taldar á því að finna lifandi fólk í rústum húsa í Ný-sjálensku borginni Christchurch samkvæmt breska ríkisútvarpinu.

Nú hafa Rúmlega 160 fundist látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir í síðustu viku og mældist 6,3 á Richter.

Unnið er að því að tengja vatn og rafmagn í borginni sem eru rústir einar.

Fjölmargir erlendir nemar voru í borginni en yfirvöld hafa nafngreint fyrstu erlendu einstaklingana sem létust í jarðskjálftanum. Þeir eru Ísraelsmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×