Innlent

Kosið um framlag Íslands til Óskarsins

Kosið verður um framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2012 dagana 15. - 20. september. Myndirnar sem koma til greina eru sjö talsins. Þær eru: Á annan veg, Brim, Eldfjall, Gauragangur, Kurteist fólk, Órói og Rokland.

Bandaríska kvikmyndaakademían hóf að veita Óskarsverðlaun fyrir bestu kvikmyndina á erlendu tungumáli árið 1947. Hverju landi er boðið að senda inn eina kvikmynd sem framleidd hefur verið á tilteknu tólf mánaða tímabili. Ísland sendi sína fyrstu kvikmynd í forval Óskarsverðlaunanna árið 1981 og var það kvikmyndin Land og synir.

Kosningarnar fara fram hjá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni með rafrænni kosningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×