Innlent

Ný meðferðarúrræði við brjóstakrabbameini

Íslenskir vísindamenn hafa með rannsóknum varpað ljósi á tengsl stofnfruma við stækkun æxla í brjóstakrabbameinum. Niðurstöður rannsóknarinnar auka líkur á því að hægt verði að þróa ný meðferðarúrræði sem mögulega hindra meinvörp.

Rannsóknin, sem stóð yfir í um sex ár, fólst í því að hanna þrívítt frumuræktunarlíkan þar sem æðaþelsfrumur voru ræktaðar með stofnfrumum úr brjóstkirtli. Niðurstöðurnar voru helst þær að æðarþelsfrumurnar, sem næra alla vefi líkamans, hvata bandvefsumbreytingu í stofnfrumunum, verða ífarandi og skríða inn í aðlæga vefi. Þetta gefur vísbendingar um að æðarþelið spili stærra hlutverk en áður var haldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×