Innlent

Þrjúhundruð skjálftar á Hellisheiði

Hengillinn.
Hengillinn.
Á þriðja hundrað jarðskjálftar hafa mælst á Hellisheiði frá miðnætti. Stærstu skjálftarnir hafa verið um tvö stig en flestir eru þeir ívið minni. Hjá Veðurstofu Íslands fengust þær upplýsingar að verið sé að kanna málið.

Á dögunum kom svipuð hrina sem rakin var til umsvifa Orkuveitunnar á svæðinu, þegar verið var að dæla niður köldu svæði á Hengilssvæðinu sem framkallaði jarðskjálfta þegar það komst í snertingu við jarðhitann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×