Innlent

Skora á stjórnvöld að tryggja rekstur til framtíðar

Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands skorar á stjórnvöld að ganga strax frá samningum við skólann sem tryggir rekstur hans og rekstrarhæfi til framtíðar. Í yfirlýsingu stjórnar er bent á að Ríkisendurskoðun gerði engar athugasemdir við umsýslu fjármuna í rekstri skólans eins og fram hafi komið í bréfi frá embættinu. Því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að mennta- og menningarmálaráðuneytið gangi til samninga við skólann nú þegar. Sáttanefnd í málinu fundar með mennta- og menningarmálaráðherra í dag og eru bundnar vonir við að fundurinn verði skref í átt að því að samningar náist og skólahald geti hafist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×