Innlent

Tilnefnt til Eddunnar í dag

Jón Gnarr í hlutverki sínu í Bjarnfreðarson.
Jón Gnarr í hlutverki sínu í Bjarnfreðarson.

Tilkynnt verður hverjir hljóta tilnefningar til Edduverðlaunanna árið 2011 í dag. Athöfnin fer fram í Bíó Paradís klukkan tvö. Tilnefningarnar ná til þeirra verka sem sýnd voru á árinu 2010.

Fjórar valnefndir hafa verið við störf en stjórn íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar skipar nefndirnar. Meðlimir íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar munu svo kjósa milli tilnefndu verkanna í febrúar og Edduverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Gamla bíói þann 19. febrúar.

Síðasta ár var leikstjórinn Ragnar Bragason sigursæll. Kvikmyndin Bjarnfreðarson fékk verðlaun sem mynd ársins og Fangavaktin sem leikið sjónvarpsefni ársins. Egill Helgason fékk verðlaun fyrir Kiljuna og Silfur Egils og sjálfur borgarstjóri Reykjavíkur - Jón Gnarr, var valinn leikari ársins.

Verðlaunaafhendingin í Gamla bíói verður í beinni útsendingu á Stöð 2.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×