Innlent

Segir af sér sem formaður Starfsgreinasambandsins

kristján gunnarsson
kristján gunnarsson

Kristján Gunnarsson hefur sagt af sér sem formaður Starfsgreinasambands Íslands og dregið sig út úr stjórnarstörfum fyrir ASÍ og Festu-lífeyrissjóði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann birti á heimasíðu Starfsgreinasambandsins í dag.

Ástæðan fyrir afsögn hans eru umdeild störf í stjórn Sparisjóðs Keflavíkur þar sem hann gegndi meðal annars um tíma formennsku. Kristján segir umræðuna hafa skaða trúverðugleika hans og því bregðist hann nú við með því að reyna að lágmarka skaðann með afsögn sinni.

Hann segir stöðu sína í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, þar sem hann gegnir formennsku, verði rædd við félagsmenn sína.

Ríkisútvarpið ræddi við Vilhjálm Birgisson, formann Verkalýðsfélagsins á Akranesi, í hádeginu í dag, þar krafðist hann þess að Kristján segði af sér formennsku í félögunum og drægi sig út úr lífeyrissjóðnum.

Tilkynningu Kristján má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×