Erlent

Leysir ráðgátuna um hvarf Ameliu Earhart með DNA rannsókn á bréfi

Helga Mjöll skrifar
Flugkonan Amelia Earhart hvarf árið 1937.
Flugkonan Amelia Earhart hvarf árið 1937.
Dongya Yang, fornleifafræðingur við Simon Fraser háskólann, vonast nú til að geta fundið DNA úr flugkonunni frægu Ameliu Earhart og komist að því hvað varð um hana.

Earhart, sem varð fyrst kvenna til að fljúga ein yfir Atlantshafið, hvarf árið 1937 þegar hún freistaðist til þess að verða fyrsta konan til að fljúga umhverfis jörðina. Hvarf Earhart hefur verið óleyst gáta og vonast Yang nú til að geta leyst málið með aðstoð vísindanna.

Dongya Yang með eitt bréfanna.
Yang hefur undir höndum bréf sem Earhart sendi til ættingja og vina á ferðalögum sínum, en hann trúir því að hún hafi póstlagt þau sjálf og lokað umslögunum með því að sleikja þau.

Ef Yang verður svo heppinn að finna DNA sýni á umslögunum, mun hann bera þau saman við eftirlifandi afkomendur hennar. „Ef við getum búið til DNA upplýsingar um Earhart væri það virkilega stórt skref í átt til framtíðar. Við gætum mögulega borið niðurstöðurnar saman við mannabein sem fundust eitt sinn við eyjuna Nikumaroro í Suður-Kyrrhafi. En haldið er því fram að beinin séu úr Earhart," sagði Yang.

Stjúpsonur Earhart, George Palmer Putnam III, er verulega spenntur fyrir rannsókninni og vonar að jarðneskar leifar stjúpmóður sinnar komi nú loksins í leitirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×