Erlent

Fjórar borgir í Líbýu á valdi mótmælenda

Mótmælendur í Líbýu hafa nú fjórar af borgum landsins á valdi sínu. Þar á meðal eru Benghazi, næststærsta borga landsins og hin sögufræga borg Tobruk.

Muammar Gaddafi hefur ennþá stjórn á höfuðborginni Trípóí en þar er ástandið orðið þannig að almenningur þorir ekki lengur út á götu af ótta við að verða drepinn af mönnum sem eru hliðhollir Gaddafi.

Þúsundir erlendra ríkisborgara reyna nú að komast á brott úr Líbýu. Barack Obama bandaríkjaforseti hefur fordæmt ofbeldið í landinu og segir að Bandaríkjamenn vinni nú að leiðum til að stöðva það í samvinnu við bandamenn sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×