Erlent

Eldflaug skotið frá Gaza á Ísrael

Eldflaug var skotið frá Gaza svæðinu í gærkvöldi og sprakk hún í ísrölsku borginni Beersheba.

Þetta er í fyrsta sinn síðan að Ísraelar réðust inn á Gaza árið 2009 að eldflaug er skotið þaðan á borg í Ísrael. Samkvæmt upplýsingum frá ísrölskum stjórnvöldum stórskemmdist eitt hús í Beersheba en ekkert mannfall varð.

Eldflaugaárásin kom í kjölfar þess að ísraelskur skriðdreki skaut á hóp Palestínumanna á Gaza. Einn fórst og 11 særðust þar á meðal þrjú börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×