Erlent

Gaddafi orðinn réttdræpur meðal múslima

Búið er að setja svokallað fatwa á Muammar Gaddafi leiðtoga Líbýu. Þetta þýðir að leiðtoginn er réttdræpur meðal múslima hvar sem þeir finna hann.

Múslímskir klerkar ákváðu að setja fatwa eða dauðadóm á Gaddafi eftir að staðfest var að hann hefði skipað flugher sínum að gera loftárásir á mótmælendur í Líbýu. Þetta kemur fram í danska blaðinu BT.

Það verður þó ekki auðvelt verk fyrir múslinma að ná til Gaddafi. Persónulegur lífvörður Gaddafi telur 40 þrautþjálfaðar hreinar meyjar sem allar eru sérfræðingar í vopnaburði og bardagaíþróttum. Meyjarnar ganga yfirleitt undir nafninu Amazon-verðirnir.

Það hefur hingað til þótt mikill heiður fyrir ungar stúlkur í Líbýu að veljast í lífvarðasveit Gaddafi. Hundruð þeirra berjast um hverja stöðu sem losnar. Helsta skilyrðið fyrir inngöngu er að viðkomandi stúlka má aldrei hafa verið við karlmann kennd á æfinni.

Þrátt fyrir að Gaddafi sé strangtrúaður múslimi sést það ekki á Amazon vörðunum. Þær ganga um með mikinn andlitsfarða og skært naglalakk, yfirleitt á háum hælum og allar bera þær samskonar sólgleraugu og Gaddafi sést oft með á almannafæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×