Innlent

Gagnrýna nýtt stöðugildi hjá borginni á tímum niðurskurðar

Ráðhúsið.
Ráðhúsið.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna harðlega þau áform meirihluta Besta flokks og Samfylkingar að stofna sameinaða upplýsinga- og vefmáladeild í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Ekki felst nein hagræðing í þessum áformum samkvæmt tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, heldur eru þeir upplýsingafulltrúar sem nú starfa á fagsviðum borgarinnar færðir á einn stað og stöðu yfirmanns bætt við að þeirra sögn.

Þjónusta við borgarbúa hefur verið verulega skert í niðurskurðinum sem nú stendur yfir og kerfinu hlíft á kostnað þeirra að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Svo segir í tilkynningunni: „Nú á að ganga enn lengra og bæta við stöðugildum. Þvert á móti ætti að skera niður í stjórnsýslunni og hlífa þannig borgarbúum við gríðarlegum gjaldskrár- og skattahækkunum og þjónustuskerðingu. Það eru ekki góð skilaboð til borgarbúa sem búa við óöryggi og ótta vegna frekari niðurskurðar eins og ítrekað hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarna daga, að á sama tíma sé verið að auglýsa enn eina nýja stöðu yfirmanns í Ráðhúsi Reykjavíkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×