Innlent

Kári styður Unni Brá í Icesave málinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Unnur Brá Konráðsdóttir var eini sjálfstæðisþingmaðurinn sem var andvíg við atkvæðagreiðsluna.
Unnur Brá Konráðsdóttir var eini sjálfstæðisþingmaðurinn sem var andvíg við atkvæðagreiðsluna.
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins Kára í Rangarþingi eystra lýsir yfir fullum stuðningi við afstöðu Unnar Brár Konráðsdóttur um að greiða atkvæði gegn icesave samningunum og beinir því til þingmanna sjálfstæðisflokksins að sjá til þess að samningurinn verði borinn undir atkvæði þjóðarinnar. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í kvöld.

Eins og fram hefur komið er Unnur Brá eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem kaus gegn frumvarpinu þegar að það var afgreitt við aðra umræðu á Alþingi. Níu þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en sex sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

Sjálfstæðisfélagið Kári er svo sem ekki eina grasrótarfélagið innan Sjálfstæðisflokksins sem lýsir andstöðu sinni því að í kvöld sendi stjórn félags sjálfstæðismanna í Árbæ-, Selási-, Ártúns- og Norðlingaholti frá sér ályktun þar sem stuðningi Sjálfstæðisflokksins við málið er mótmælt. Þá hafa ungliðasamtök innan Sjálfstæðisflokksins einnig látið í sér heyra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×