Erlent

Fyrrum meðlimur Hells Angels í lífshættu

Lögreglan í Danmörku segir 25 ára fyrrum meðlim glæpagengisins Hells Angels vera í lífshættu eftir að hafa komið upp um 16 meðlimi gengisins. Maðurinn er lykilvitni í máli gegn fyrrnefndum mönnum sem ákærðir eru samanlagt fyrir 6 morðtilraunir, gróft ofbeldi og eigu vopnabúrs.

Réttarhöldin yfir mönnunum 16 byrja 28. mars og munu standa yfir fram á haust. Fram kom hjá borgardómi Kaupmannahafnar í dag að 25 ára fyrrum meðlimur AK 81, sem er stuðningshópur Hells Angels,  verði yfirheyrður bak við læstar dyr í 10 daga ellegar sé öryggi mannsins stefnt í hættu.

Saksóknari í málinu gaf þó leyfi fyrir því að sakborningarnir 16, fjölmiðlar og aðrir geti fylgst með frásögn vitnisins frá öðrum húsakynnum í gegnum hátalarakerfi.

Þegar hið 25 ára gamla vitni fékk 12 árs dóm fyrir hlutdeild að 5 morðtilraunum þegar hann var meðlimur í AK 81 og fóru réttarhöldin þá einnig fram fyrir lokuðum dyrum.  Maðurinn afplánar dóm í óþekktu fangelsi þar sem enginn þekkir hans rétta nafn.

Þrátt fyrir að vitnið þurfi að lifa í leyni það sem eftir er lífsins segist hann ekki sjá eftir að hafa komið upp um fyrrum vini sína í Hells Angels og AK 81.     

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×