Erlent

Snarpur skjálfti í Japan

Japanskir björgunarsveitarmenn í startholunum. Engar skemmdir urðu þó í skjálftanum í morgun.
Japanskir björgunarsveitarmenn í startholunum. Engar skemmdir urðu þó í skjálftanum í morgun. MYND/AP
Jarðskjálfti sem mældist 7,2 á richter skók Tókýó, höfuðborg Japans, snemma í morgun. Skjálftinn átti upptök sín undan ströndum landsins og kom hann af stað lágri flóðbylgju sem litlum eða engum skemmdum olli. Annar minni skjálfti sem þó mældist 6,3 á richter reið yfir skömmu síðar og fleiri smáskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Jarðskjálftar eru algengir í Japan og er landið vel í stakk búið til þess að takast á við slíkar hræringar. Enda þótt byggingar í Tókýó hafi skolfið hressilega hafa engar fregnir borist af skemmdum eða manntjóni og rafkerfi borgarinnar stóðu skjálftann af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×