Erlent

Kaupa heldur dýrara bensínið

Þjóðverjar hafa upp til hópa heldur keypt venjulegt bensín á bílana sína en svonefnt E10-bensín, sem er helmingi ódýrara en blandað lífrænu eldsneyti.

Í síðasta mánuði gerði þýska stjórnin bensínstöðvum í landinu að hafa E10-eldsneytið á boðstólum sem aðaleldsneyti handa viðskiptavinum sínum. Nú þegar fæst það á helmingi allra bensínstöðva.

E10 er venjulegt bensín að níu tíundu hlutum en blandað með etanóli að einum tíunda.

Þrátt fyrir að stjórnin reyni að fullvissa almenning um að langflestar tegundir bifreiða þoli E10 mjög vel hafa Þjóðverjar áhyggjur af því að þetta eldsneyti geti skemmt vélarnar.

Þá telja umverfissinnar að etanól sé engan veginn umhverfisvænt, enda þarf að taka mikil landflæmi undir ræktun jurta sem það er framleitt úr.

Stjórn landsins segir olíufélögin ekki hafa staðið sig í að upplýsa neytendur um nýja eldsneytið.

Með þessu móti ætlar stjórnin að ná markmiðum Evrópusambandsins í eldsneytismálum. -gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×