Erlent

Hafði brotið alþjóðasamninga

Birte Rønn HOrnbech Innflytjendaráðherra dönsku stjórnarinnar veitti börnum Palestínumanna ekki lögmæta undanþágu.nordicphotos/AFP
Birte Rønn HOrnbech Innflytjendaráðherra dönsku stjórnarinnar veitti börnum Palestínumanna ekki lögmæta undanþágu.nordicphotos/AFP
Birte Rønn Hornbech var rekin úr ríkisstjórn Danmerkur í gær. Fáeinum klukkustundum síðar sagði Tina Nedergärd af sér sem menntamálaráðherra, og bar við persónulegum ástæðum.

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra sá sér ekki annað fært en að víkja Hornbech úr stjórninni nú, fáum mánuðum fyrir þingkosningar. Hún var innflytjendaráðherra en hafði gerst sek um að neita ríkisfangslausum Palestínumönnum um danskt ríkisfang, þvert á reglur Sameinuðu þjóðanna þar um.

Stjórnarandstaða vinstri flokkanna hafði harðlega gagnrýnt Hornbech vegna málsins.

Alls hafði Hornbech neitað 36 Palestínumönnum um danskan ríkisborgararétt. Allir voru þeir fæddir í Danmörku og langflestir börn palestínskra innflytjenda.

Hornbech fór með mál þeirra eins og annarra umsækjenda um ríkisborgararétt, en samkvæmt alþjóðasamningum um ríkisfangsleysi og réttindi barna, sem Danmörk er aðili að, átti að veita þeim undanþágu. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×