Innlent

Landsmenn nálgast 320 þúsund

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Segja má að fjöldi landsmanna hafi staðið í stað. Mynd/ Anton.
Segja má að fjöldi landsmanna hafi staðið í stað. Mynd/ Anton.
Landsmenn voru 318.452 talsins þann 1. janúar síðastliðinn og hafði fjölgað um 822 frá sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta jafngildir fjölgun landsmanna um 0,3%. Fólki fækkaði á fimm landsvæðum, mest á Vestfjörðum þar sem fækkaði um 225 manns, eða 3,1%. Umtalsverð fólksfækkun var einnig á Suðurnesjum, Austurlandi og Suðurlandi, en á Norðurlandi vestra fækkaði um einn íbúa.

Fólki fjölgaði aftur á móti á höfuðborgarsvæðinu, en þar voru íbúar 1.434 fleiri 1. janúar síðastliðinn en fyrir ári. Það jafngildir 0,7% fjölgun íbúa á einu ári. Fólki fjölgaði einnig á Norðurlandi eystra, um 106 einstaklinga, eða um 0,4%, og á Vesturlandi fjölgaði um níu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×