Erlent

Bandamenn búa sig undir árásir á Gaddafi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Herþotur sveima yfir Líbíu. Mynd/ AFP.
Herþotur sveima yfir Líbíu. Mynd/ AFP.
Um 20 herþotur frá franska flughernum sveima nú í líbískri lofthelgi til að koma í veg fyrir að herlið Gaddafis Líbíuforseta geti ráðist á uppreisnarmenn í borginni Benghazi. Heimildir herma að þoturnar hafi þegar skotið á skriðdreka Gaddafis. Þá eru einnig franskar þotur yfir Líbíu.

Loftárásir bandamanna geta hafist á hverri stundu en leiðtogar Evrópu, nokkurra Arabaríkja og utanríkisráðherra Bandaríkjanna ákváðu á fundi í París rétt fyrir klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma að hefja hernaðaraðgerðir.

David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir Gaddafi, forseta Líbýu, hafa brotið gegn samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og eigin yfirlýsingu um vopnahlé. Hann haldi áfram að slátra sínu eigin fólki og heimurinn geti ekki staðið hjá aðgerðarlaus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×