Innlent

Vanvirðing að tala um strákaklíku

Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta flokksins og formaður ÍTR.
Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta flokksins og formaður ÍTR. Mynd/Stefán Karlsson
Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta flokksins, segir að það sé mikil vanvirðing við hana og aðrar konur í meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins að tala um að strákaklíka sé við völd í Ráðhúsinu. Þetta kom fram í máli Evu í umræðum í borgarstjórn í kvöld en þar vísaði hún til ummæla Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, og Sóleyjar Tómasdóttur, oddviti Vinstri grænna, um strákaklíku við stjórn borgarinnar.

Á síðasta borgarstjórnarfundi sagði Hanna Birna Besta flokkinn líkjast lítilli strákaklíku. Eva sagði slík ummæli vanvirðingu við hennar störf og annarra kvenna sem starfa innan meirihlutans. Þá benti hún á að tvær konur veiti stærstu fagráðum borgarinnar forystu.

Fundur borgarstjórnar hófst í Ráðhúsinu klukkan 14 og stendur enn. Mestur tími hefur farið í umræða um vinnubrögð og undirbúning vegna tillagna um sameiningu grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila. Hægt er að hlusta fundinn hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×