Innlent

Hætt við að hætta í umhverfisnefnd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að taka aftur sæti í umhverfisnefnd. Þetta tilkynnti hún í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Vigdís sagðist ætla að víkja sæti úr nefndinni eftir fund nefndarinnar í morgun, þar sem hún sagði Mörð Árnason, formann nefndarinnar, hafa verið dónalegan. Mörður baðst svo afsökunar á framkomu sinni í dag.

Þá sagðist Vigdís jafnframt hafa þungar áhyggjur af því hvernig talsmenn og þingmenn ríkisstjornarinnar tala um Hæstarétt. „Hæstiréttur og dómstólar landsins eru ein af okkar þremur stoðum sem halda þessu samfélagi uppi. Og þegar þingmenn sjálfir sem sitja hér inni á þingi telja að þeirra eigin ráðherra geti brotið lög og Hæstiréttur dæmir þá með þeim hætti að þeir hafi brotið lög að þá sé það eitthvað til að hafa í flimtingum og sé bara allt í lagi. Þetta bara gengur ekki í réttarríki," segir Vigdís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×