Innlent

Yfirvinnubann raskaði flugumferð

Röskun varð á fjórum áætlunarferðum Flugfélags Íslands vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra sem tók gildi klukkan átta í gærkvöldi.

Röskunin varð vegna þess að einn flugumferðarstjóri veiktist skyndilega og því var ekki hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli frá klukkan átta í gærkvöldi til klukkan sjö í morgun.

Vél sem var að koma frá Grænlandi þurfti að lenda í Keflavík sem og síðasta vél frá Akureyri í gærkvöldi. Það sama má segja um vél sem var að koma frá Færeyjum en hún lenti í Keflavík svo hún kæmist aftur til Færeyja í gærkvöldi.

Þá þurfti að flýta áætlunarflugi frá Egilsstöðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×