Woods baðst afsökunar á því að hafa hrækt á flötina í Dubai Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. febrúar 2011 18:15 Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods baðst í gær afsökunar á því að hafa hrækt á flötina á lokadegi Dubai meistaramótsins sem lauk á sunnudaginn. Woods lét góða „slummu" flakka á meðan hann var að undirbúa sig fyrir pútt og vakti hann ekki mikla lukku hjá forráðamönnum golfíþróttarinnar. Bandaríski kylfingurinn hefur nú beðist afsökunar en það gerði hann á Twitter samskipta síðunni en hann þarf að greiða sekt fyrir atvikið. Woods ætti að hafa efni á því en sektin er á bilinu 50.000 kr - 1,8 milljónir kr. Hinn 35 ára gamli Woods fékk um 340 milljónir kr. fyrir það eitt að taka þátt á mótinu og sektin er því ekki að setja heimilisbókhaldið úr skorðum hjá kylfingnum. Mjög strangt er tekið á slíku athæfi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og þeir sem hrækja á götum úti geta átt von á sekt upp á 100 pund eða um 18.000 kr. Þess má geta að Woods endaði í 20. sæti á mótinu eftir að hafa leikið lokahringinn á 75 höggum. Hann fékk um 3 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir þann árangur. Golf Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods baðst í gær afsökunar á því að hafa hrækt á flötina á lokadegi Dubai meistaramótsins sem lauk á sunnudaginn. Woods lét góða „slummu" flakka á meðan hann var að undirbúa sig fyrir pútt og vakti hann ekki mikla lukku hjá forráðamönnum golfíþróttarinnar. Bandaríski kylfingurinn hefur nú beðist afsökunar en það gerði hann á Twitter samskipta síðunni en hann þarf að greiða sekt fyrir atvikið. Woods ætti að hafa efni á því en sektin er á bilinu 50.000 kr - 1,8 milljónir kr. Hinn 35 ára gamli Woods fékk um 340 milljónir kr. fyrir það eitt að taka þátt á mótinu og sektin er því ekki að setja heimilisbókhaldið úr skorðum hjá kylfingnum. Mjög strangt er tekið á slíku athæfi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og þeir sem hrækja á götum úti geta átt von á sekt upp á 100 pund eða um 18.000 kr. Þess má geta að Woods endaði í 20. sæti á mótinu eftir að hafa leikið lokahringinn á 75 höggum. Hann fékk um 3 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir þann árangur.
Golf Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira