Innlent

Ánægð með mætingu foreldra við Ráðhúsið

Foreldrar, leikskólastarfsmenn og aðrir söfnuðust saman við Ráðhúsið í dag.
Foreldrar, leikskólastarfsmenn og aðrir söfnuðust saman við Ráðhúsið í dag. Mynd/Anton Brink
„Við mættum og sýndum afstöðu okkar til niðurskurðarins með því að vera sýnileg," segir Edda Björk Þórðardóttir, formaður samtaka foreldrafélaga leikskóla í Reykjavík.

Samtökin, Börnin okkar, hvöttu foreldra leikskólabarna til að safnast saman í og við Ráðhúsið og mótmæla niðurskurði í leikskólum borgarinnar á sama tíma og borgarstjórnarfundur fór fram í dag. Edda segist vera afar ánægð með mætinguna. Áhorfendapallarnir hafi fyllst þar sem nokkur hundruð manns mættu í Ráðhúsið.

Edda Björk segir Börnin okkar og SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, vinna vel saman þar sem áherslur samtakanna eru áþekkar.

Næstkomandi fimmtudag fer fram í Ráðhúsinu opinn fundur foreldra leikskóla- og grunnskólabarna í Reykjavík. Jón Gnarr, borgarstjóri, og Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, verða með framsögu á fundinum. Edda Björk hvetur foreldra leik- og grunnskólabarna til að fjölmenna á fundinn. Fundurinn hefst klukkan 17:30.


Tengdar fréttir

Fjöldi fólks við Ráðhúsið

Fjöldi fólks kom saman við Ráðhús Reykjavíkur nú síðdegis. Samtök foreldrafélaga leikskóla hvöttu foreldra leikskólabarna til að safnast saman og mótmæla niðurskurði í leikskólum borgarinnar. Voru skilaboð þessa efnis meðal annars send út á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×