Innlent

Borgin veiti áfram verulegan afslátt á holræsaskatti

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Valli
Borgarstjórn hefur ákveðið að vísa tillögu um að veita tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum afslátt af eða niðurfellingu á fráveitugjaldi með sambærilegum hætti og gert hefur verið undanfarin ár til borgarráðs. Sjálfstæðisflokkurinn lagði tillöguna fram. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi flokksins, segir borgarstjóra og borgarfulltrúa meirihlutans hafi tekið jákvætt í tillöguna á fundi borgarstjórnar í dag og samþykkt að vísa henni til borgarráðs til frekari skoðunar.

Í greinargerð með tillögunni kemur fram að undanfarin ár hafi Reykjavíkurborg veitt tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum verulegan afslátt eða niðurfellingu á fráveitugjaldi sem gjarnan er nefndur holræsaskattur. „Samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun er ekki gert ráð fyrir að tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verði veitt slík fyrirgreiðsla á árinu 2011. Með afnámi afsláttarins hefur því orðið stefnubreyting hjá borgarstjórn vegna umræddrar gjaldtöku og ljóst er að hún kemur verst niður á þeim sem síst skyldi. Mörg dæmi eru um elli- og örorkulífeyrisþega í Reykjavík, sem þurfa að lifa á afar lágum tekjum og mega því illa við auknum álögum, en er nú gert að greiða tugi þúsunda í fráveitugjald.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×