Innlent

Hannes tapaði í héraðsdómi

Hannes Smárason.
Hannes Smárason.
Fjármálaráðuneytið var sýknað af skaðabótakröfu Hannesar Smárasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Hannes höfðaði málið gegn ráðuneytinu eftir að Hæstiréttur Íslands úrskurðaði að kyrrsetning á eignum hans, vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum FL Group, væri ólögmæt.

Hann krafðist þriggja milljóna í skaðabætur.

Það var skattrannsóknarstjóri sem krafðist kyrrsetningarinnar. Meðal eigna sem voru kyrrsettar voru þrjár milljónir króna á reikningum Hannesar auk glæsibifreiða í hans eigu sem eru af tegundinni Range Rover og Lincoln Navigator.

Niðurstaðan nú er sú sama og þegar Skarphéðinn Berg Steinarsson, krafðist alls tíu milljóna þegar eignir hans voru frystar vegna sama máls.


Tengdar fréttir

Hannes hugsanlega þremur milljónum ríkari í dag

Dómur verður kveðinn upp í dag í skaðabótamáli Hannesar Smárasonar gegn fjármálaráðuneytinu en hann krefst þriggja milljóna króna í skaðabætur fyrir ólögmæta kyrrsetningu á eignum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×