Innlent

60 björgunarsveitarmenn leita Norðmanns

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Um 60 björgunarsveitarmenn leita Norðmanns sem leitað hefur verið að síðan klukkan tvö í nótt. Maðurinn slasaðist á hné og hafði samband við björgunarsveitina. Símasambandið rofnaði hinsvegar við hann og ekki hefur náðst í hann aftur.

Maðurinn ætlaði að halda kyrru fyrir og því er ekki talið að hann hafi komið sér af sjálfsdáðum til byggða. Björgunarsveitarmenn notast einnig við sex leitarhunda og þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Veður á svæðinu er ágætt, skýjað og skyggni sæmilegt til leitar. Lögð er áhersla á að leita frá skálanum á Fimmvörðuhálsi og í átt að Þórsmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×