Innlent

Lögreglunni óheimilt að miðla upplýsingum úr málaskrá til geðlæknis

Persónuvernd hefur úrskurðaði að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði verið óheimilt að miðla upplýsingum úr málaskrá sinni til geðlæknis, sem átti að meta andlega heilsu mannsins sem kvartaði til persónuverndar, í tengslum við umsókn hans um endurnýjun skotvopnaleyfis.

Lögreglan leit svo á, að geðlæknir, sem óskaði eftir upplýsingunum í febrúar síðastliðnum, hefði umboð mannsins. Maðurinn heldur því hinsvegar fram að hann hefði ekki vitað af miðlun upplýsinganna fyrr en eftir að geðlæknirinn fékk þær í hendurnar.

Ekki lá fyrir samþykki fyrir miðluninni. Var það niðurstaða Persónuverndar að miðlunin hafi verið óheimil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×