Innlent

Hverasvæðin fái sérstakan forgang

Hveravellir eru á meðal háhitasvæða þar sem gera þarf frekari öryggisráðstafanir að mati höfunda skýrslunnar. 
fréttablaðið/heiða
Hveravellir eru á meðal háhitasvæða þar sem gera þarf frekari öryggisráðstafanir að mati höfunda skýrslunnar. fréttablaðið/heiða
Gera þarf átak í öryggismálum ferðamannastaða hér á landi og setja hverasvæði í sérstakan forgang. Þetta er niðurstaða starfshóps sem nýverið skilaði skýrslu til Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra um málefnið.

Meðal tillagna sem settar eru fram í skýrslunni má nefna að útbúa þurfi leiðbeiningar um öryggismál ferðamannastaða og gerð öryggisáætlana. Sums staðar þurfi að bæta mannvirki og merkingar. Einnig er lagt til að öryggismál vinsælustu ferðamannastaða landsins verði rannsökuð nánar af sérfræðingum og í kjölfarið lagðar fram tillögur til úrbóta.

Starfshópurinn birtir lista yfir um 30 svæði, sem þurfi að vera í forgangi þegar ráðist verður í aðgerðir. Gert verði hættumat á fjölförnustu svæðunum og viðhlítandi ráðstafanir gerðar í kjölfarið.

Lagt er til að hverasvæði fái sérstakan forgang. Þar á meðal eru Geysissvæðið, Deildartunguhver, hverir við Námafjall, Hveragerði, Krýsuvíkursvæðið og Hveravellir. Meðal annarra fjölfarinna ferðamannastaða sem taldir eru upp eru Látrabjarg, Dettifoss, Dyrhólaey, Víkurfjara, Reynisfjara, Gullfoss, Esjan, Glymur, gönguleiðin um Laugaveg, Fimmvörðuháls, Seljalandsfoss og Helgustaðanáma.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×