Fótbolti

Van Nistelrooy í fýlu út í Hamburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy. Nordic Photos / Bongarts

Ruud van Nistelrooy hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við Hamburg eftir að félagið neitaði honum um að fara á láni til spænska liðsins Real Madrid.

Jose Mourinho, stjóri Real, vildi fá van Nistelrooy til félagsins á meðan að Gonzalo Higuain er frá vegna meiðsla. Higuain verður frá næstu fjóra mánuðina vegna bakmeiðsla.

Van Nistelrooy var spenntur fyrir því að snú aftur til Real þar sem hann lék í þrjú og hálft ár. Á þeim tíma skoraði hann 46 mörk í 68 leikjum.

Umboðsmaður van Nistelrooy segir í samtali við þýska fjölmiðla að það sé nú útilokað að kappinn muni skrifa undir nýjan samning við félagið.

Núverandi samningur van Nistelrooy við Hamburg rennur út í sumar. Hann hefur skorað sex mörk á tímabilinu til þessa með liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×