Innlent

Aðfararbeiðni í Eldkristal Eld Gyðju hafnað

Hvolpurinn var af Siberian Husky kyni.
Hvolpurinn var af Siberian Husky kyni.

Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á aðfararbeiðni Hulduheims-ræktunar í hvolpinn Eldkristal Eld Gyðju sem er af Siberian Husky kyni í dómi sem féll í morgun.

Eigandi Hulduheims-ræktunar seldi tíkina Eld Gyðju árið 2006. Í samningi sem gerður var við kaupandann kom fram að hundurinn yrði ekki notaður til undaneldis og að Hulduheimur ætti ræktunaréttinn.

Þar var svo á síðasta ári sem Eld Gyðja eignaðist tvo hvolpa með Múla Berg. Eigandi Múla Bergs tók annan hvolpinn upp í svokallað „rakkagjald". Því gerði Hulduheimur ekki tilkall til beggja hvolpanna.

Verjandi eiganda Eld Gyðju heldur því fram að einungis ræktanda sé heimilt að sækja um ættbókarskráningu hvolpa. Með ræktanda er átt við eiganda tíkarinnar eða þann aðila sem sannanlega átti rétt til undaneldis á tíkinni þegar pörun fór fram.

Þar af leiðandi taldi gerðarþoli ljóst að rangt sé að halda því fram að gerðarbeiðanda sé á einhvern hátt meinað að nýta skýr réttindi sín. Hulduheimur hafi ekki sýnt fram á að eiga nein slík réttindi.

Dómari héraðsdóms telur að Hulduheimum hafi því ekki tekist að sýna fram á skýlausan rétt sinn til hvolpsins og er því að mati dómsins varhugavert að fallast á kröfur Hulduheims, var þeim því hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×