Erlent

Bíræfnir þjófar stela húslyklum og ræna heimili

Lögreglan hvetur fólk því til að skipta um lása um leið og húslyklar týnast.
Lögreglan hvetur fólk því til að skipta um lása um leið og húslyklar týnast.
Ríflega tuttugu innbrot voru framin með sérstökum hætti í Stokkhólmi síðustu mánuði. Innbrotsþjófarnir höfðu stolið húslyklum og komist þannig inn í íbúðir fólks.

Lögreglan í Stokkhólmi rannsakar nú þjófagengi sem fara í auknum mæli í barnaskóla og stela þar húslyklum og farsímum. Með símunum komast þeir að heimilisföngum og fara síðan ránshendi um heimilin. Tilkynnt hefur verið um fjörutíu tilvik þar sem lyklum hefur verið rænt, og hafa 22 þeirra heimila verið rænd.

Lögreglan hvetur fólk því til að skipta um lása um leið og húslyklar týnast. Hægt sé að nálgast lykla og persónuupplýsingar með þessum hætti í öllum almenningsrýmum.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×