Erlent

Verjendur segja Ratko Mladic of heilsuveilan

Veggjakrot í Belgrad. Kona gengur fram hjá mynd af Ratko Mladic í Belgrad í Serbíu. Mynd/AP
Veggjakrot í Belgrad. Kona gengur fram hjá mynd af Ratko Mladic í Belgrad í Serbíu. Mynd/AP
Dómstóll í Serbíu hefur úrskurðað að heimilt sé að framselja Ratko Mladic hershöfðinga til Stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna. Verjendur hershöfðingjans fullyrða að hann sé of heilsuveill til að koma fyrir dóm og úrskurðinum verði áfrýjað á mánudag.

Ef áfrýjuninni verður hafnað gæti Mladic verið kominn um borð í flugvél til Haag eftir nokkrar klukkustundir. Ef hann verður framseldur mun hann halda fram sakleysi sínu af ákærum um ódæðisverk í Bosníustríðinu. Hann er sakaður um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. Meðal annars stjórnaði hann persónulega morðum á 8000 múslimskum karlmönnum og drengjum í bænum Srebrenica.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×