Erlent

Þú færð fimm daga til þess að pakka

Óli Tynes skrifar
Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur.
Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur.
Danir hafa vísað aðalræðismanni Líbíu úr landi. Hann fær fimm daga til þess að pakka niður föggum sínum og hafa sig á brott. Lena Espersen utanríkisráðherra Danmerkur segir ástæðuna þá að Muner Eldawani ræðismaður hafi ítrekað lýst opinberlega yfir stuðningi við Moammar Gaddafi.

 

Espersen segir að þetta þýði ekki að Danmörk sé að slíta stjórnmálasambandi við Líbíu. Tveir starfsmenn ræðismannsskrifstofunnar fái að starfa áfram í landinu enda hafi þeir ekki lýst stuðningi við Gaddafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×