Erlent

Vill láta rannsaka hlut Blatters í mútumálum

Óli Tynes skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA.
Sepp Blatter, forseti FIFA.
Mótframbjóðandi Sepp Blatters til forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins hefur farið framá að siðanefnd þess rannsaki ýmsar gjörðir Blatters varðandi spillingarmál sem þegar er til meðferðar. Mohamed Bin Hammam sem er frá Qatar á sjálfur að mæta fyrir siðanefndina á sunnudag vegna málsins.

Í yfirlýsingu frá honum segir að þar sem nafn Blatters hafi verið nefnt í spillingarmálinu þyki sér rétt að hans hlutur verði einnig rannsakaður. Sjálfur segist Bin Hammam ekkert hafa að óttast. Ljótar sögur eru sagðar af mútumálum innan FIFA ekki síst í tengslum við nýlegar ákvarðanir um hvar heimsmeistarakeppnin fari fram árin Árin 2018 OG 2022.Qatar og Rússland urðu fyrir valinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×