Erlent

G8 ríkin eyða 20 milljörðum dollara í arabíska vorið

Frá mótmælunum í Egyptalandi.
Frá mótmælunum í Egyptalandi.
Egyptaland og Túnis hafa óskað eftir fjárhagslegri aðstoð G8 ríkjanna sem funda nú í Frakklandi. Bæði löndin losuðu sig við einræðisherra sem höfðu ríkt í tugi ára.

En byltingarnar kostuðu sitt og er efnahagur beggja landanna tæpur. G8 ríkin ætla sér að verja 20 milljörðum dollara í arabíska vorið eins og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað lýðræðisbyltingarnar í Mið-Austurlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×