Erlent

Norður-kóresk yfirvöld ætla að sleppa bandarískum ríkisborgara

Kim Jong Il er yfirleitt frekar hress.
Kim Jong Il er yfirleitt frekar hress.
Ráðamenn í Norður-Kóreu lýstu því yfir í dag að þeir myndu láta bandarískan ríkisborgara lausan á næstu dögum.

Maðurinn, sem er af asísku bergi brotinn, var handtekinn fyrir um sex mánuðum í landinu.

Norður-Kóresk yfirvöld hafa kært hann en ekki er fyllilega ljóstt fyrir hvað það er verið að kæra manninn.

Líklega er ástæðan fyrir því að maðurinn er látinn laus sú að bandarískur sendifulltrúi er í landinu og lýsti hann því yfir að hann harmaði málið á dögunum.

Norður-Kórea á í alvarlegum efnahagsvandræðum og telja hjálparsamtök að mikil hungursneyð sé í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×