Erlent

Fjölmennasti kvennaháskóli veraldar opnar í Sádi-Arabíu

Fjölmennasti kvennaháskóli veraldar opnaði á dögunum í Sádi Arabíu en þar geta um 50 þúsund konur stundað nám.

Konur mega ekki sækja sömu háskólana og karlmennirnir í landinu. Sádi-arabískar konur eru ágætlega menntaðar.

Það breytir því þó ekki að þær eru aðeins fimmtán prósent af vinnuafli landsins. Baráttusamtök fyrir réttindi kvenna fagna því að búið sé að opna háskólann en óttast að námið muni ekki nýtast þeim eftir útskrift í ljósi kúgunar kvenna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×