Erlent

Segir Vatíkanið og Rauða krossinn hafa hjálpað nasistum

Nasistar.
Nasistar.
Vatíkanið og Rauði krossinn aðstoðuðu þúsundir nasista við að hefja nýtt líf eftir stríð, meðal annars Adolf Eichmann og Jósef Mengele.

Þá eiga stofnanirnar að hafa hjálpað átta þúsund SS mönnum að flýja Þýskaland eftir stríðið. Þetta kemur fram í bók sem bandaríski rithöfundurinn Gerald Steinacher hefur skrifað.

Hann byggir bókina á upplýsingum frá Rauða krossinum sem hafa aldrei verið gerðar opinberar.

Þar kemur fram að nasistarnir hafi fengið skjöl frá Rauða krossinum, sem veittu þeim frelsi til að ferðast frá Þýskalandi, fyrir mistök. Vatíkanið hefur hinsvegar aldrei viljað tjá sig um þátttöku sína í seinni heimstyrjöldinni en höfundurinn fullyrðir að þar á bæ hafi menn aðstoðað nasista við að komast undan með því að láta þá hafa fölsuð persónuskilríki uppáskrifuð af páfagarði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×