Erlent

Jemen á barmi borgarastríðs

Leiðtogar nokkurra áhrifamestu ættflokkanna í Jemen hóta borgarastyrjöld segi Saleh ekki af sér.nordicphotos/AFP
Leiðtogar nokkurra áhrifamestu ættflokkanna í Jemen hóta borgarastyrjöld segi Saleh ekki af sér.nordicphotos/AFP
Harðir bardagar geisuðu í Sanaa, höfuðborg Jemens, í gær, milli stjórnarhersins og vopnaðra sveita frá áhrifamiklum ættflokkum sem krefjast þess að Ali Abdullah Saleh forseti segi af sér.

 

Tugir manna létu lífið og er tala fallinna undanfarna daga komin nokkuð á annað hundrað.

 

Ættflokkarnir hóta borgarastríði segi Saleh ekki af sér. Afstaða ættflokkanna gegn Saleh markar tímamót í baráttu mótmælenda. Ættflokkarnir hafa samkvæmt fornum lögum landsins rétt til þess að krefja meðlimi ættflokkanna um hlýðni, sem vegur þyngra en hlýðni við stjórnvöld landsins.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×