Innlent

Ísland stóð sig vel - sérfræðingar þó svartsýnir

Vinri Sjonna á sviðinu.
Vinri Sjonna á sviðinu.
Þá eru Vinir Sjonna búnir að flytja framlag Íslands í Eurovison. Flutningurinn tókst vel eins og við var að búast. Laginu var vel fagnað.

Þá eiga fimm þjóðir eftir að flytja sín framlög.

Hvorki veðbankar né sérfræðingar eru bjartsýnir fyrir hönd íslenska lagsins. Meðal annars spáði Páll Óskar Hjálmtýsson, Eurovison-sérfræðingur Íslands, því í viðtali á mbl.is, að framlag Íslands færi ekki áfram.

Þessu er ritstjóri Kastljóss, Sigmar Guðmundsson fyrrverandi lýsanda keppninnar, sammála samkvæmt spá sinni sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í kvöld.

Þá virðast allir kynnarnir sem lýsa Eurovision hafa dottið út. Meðal annars sá íslenski. Danski þulurinn er hinsvegar í símasambandi eins og sá sænski. Ekki er ljóst hvort fleiri þjóðir eigi í sömu vandræðum og því ekki geta greint áhorfendum frá einstakri sögu lagsins sem Sigurjón Brink samdi áður en hann lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×