Erlent

Leynisamningur gaf Bandaríkjamönnum leyfi til að ná Osama

Samningurinn var gerður í tíð George W. Bush.
Samningurinn var gerður í tíð George W. Bush.
Bandarískir hermenn höfðu leyfi frá pakistönskum yfirvöldum til þess að ráðast inn í landið og ná í Osama Bin Laden.

Samningurinn var gerður fyrir hartnær áratug og gerði hann Bandaríkjamönnum kleift að fara inn á pakistanskt landsvæði hefðu þeir upplýsingar um dvalarstað Osama Bin Ladens, leiðtoga Al Kaída. Í síðustu viku var loks látið til skarar skríða og Bin Laden var drepinn. Samninginn gerði á sínum tíma þeir George Bush yngri þáverandi forseti og Pervez Mussaraf yfirmaður pakistanska hersins. Breska blaðið Guardian segir að samningurinn, sem alla tíð var leynilegur, hafi verið gerður skömmu eftir að Bin Laden tókst að sleppa undan bandarískum hersveitum í Tora Bora virkinu í fjallendi Afganistans seint á árinu 2001.

Í samningnum fólst að ef Bandaríkjamenn myndu láta til skarar skríða einhvern daginn á pakistönsku landssvæði, myndu Pakistanar mótmæla framferðinu harðlega, útávið. Það hefur einnig komið á daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×